Spennandi tímar framundan með öflugri sameiningu

Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Gunnars Eggertssonar hf. og Arka ehf. Fyrirtækin verða sameinuð undir nafni Gunnar Eggertsson-Arkir hf. og mun það styrkja og breikka þjónustusvið sameinaðs fyrirtækis. Gunnar Eggertsson-Arkir hf. sérhæfir sig í innflutningi og viðskiptum með pappír, efnavörur og tæki fyrir prentiðnaðinn, heildstæðu framboði af efnum og tækjum til skiltagerðar sem og hráefnum og tækjum tengd matvælaiðnaði.

Sameinað félag verður rekið í húsi G.E. h.f., Sundagörðum 6 Reykjavík.

Gunnar Eggertsson hf. var stofnað árið 1974 og Arkir ehf. árið 2003 og starfa um 11 starfsmenn hjá sameinuðu félagi með langa starfsreynslu og mikla þekkingu. Gunnar Eggertsson-Arkir hf. er í samstarfi við öfluga og trausta birgja um allan heim. Gunnar Eggertsson-Arkir hf. mun efla samstarf, þjónustu og vöruúrval fyrir viðskiptavini sína.

Eyjólfur G. Sverrisson er framkvæmdastjóri Gunnar Eggertsson-Arka hf.