Á hverju ári gefur Arctic Paper út dagbók sem er unnin á pappír fyrirtækisins. Þeir hafa haft þann vana á að gefa nemendum í grafískri hönnun tækifæri til að hanna gripinn og útkoman því alltaf frumleg og lifandi.
Þetta fyrirkomulag gefur nemendum kost á að sjá sína hönnun verða að lifandi grip á sama tíma og þeir fræðast um eiginleika og möguleika pappírs. Dagbókin fyrir árið 2020 var hönnuð af nemendum við École Estienne háskólann í París.
Lesið meira um verkefnið hér: https://www.arcticpaper.com/lune