Saga

Gunnar Eggertsson hf. er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptum með pappír, efnavörur og tæki fyrir prentiðnað, efni og tæki sem notuð eru til skiltagerðar og hráefni og tæki tengd sælgætisiðnaði.

Fyrirtækið á rætur að rekja til Eggerts Kristjánssonar & co. sem stofnað var 1922 af Eggerti Kristjánssyni stórkaupmanni. Fyrirtækið var heildsölufyrirtæki sem sérhæfði sig til að byrja með í innflutningi á matvöru og búsáhöldum en lýðveldisárið 1944 hóf það rekstur á sérstakri pappírsdeild. Árið 1974 var Eggerti Kristjánssyni & co. skipt upp á milli hluthafa og var Gunnar Eggertsson hf. stofnað utanum pappírsdeildina og aðrar vörur fyrir íslenskan iðnað.

Gunnar Eggertsson hf. hefur alla tíð verið til húsa við Sundagarða 6 í Reykjavík. Þar er rúmgóður og mjög vel skipulagður lager fyrirtækisins ásamt skrifstofum, samtals um 3090 m2.

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt sig fram um að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og verið í samstarfi við trausta birgja.

Hjá fyrirtækinu starfa um 7 starfsmenn og margir þeirra með langa starfsreynslu og mikla þekkingu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Kristján Eggert Gunnarsson en hann hefur jafnframt verið eigandi þess frá árinu 1992.