Díóður

Díóðurnar frá SloanLED eru sérstaklega hannaðar með áherslu á margskonar auglýsinga- og skiltagerð. SloanLED var stofnað í Bandaríkjunum árið 1957 og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ventura í Kaliforníu. Frá upphafi hefur fyrirtækið hannað og framleitt hágæða ljós og lýsingarvörur og hefur verið í fararbroddi í þróun á díóðum og tækni tengdum þeim. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á vöruþróun og að nýta nýjustu tækni í framleiðslu sinni og hönnun en í upphafi framleiddu þeir og hönnuðu ljós og lýsingu fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum, NASA og bandaríska herinn.

SloanLED er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og hönnun díóðuljósa í heiminum í dag og er framleiðsla fyrirtækisins gæðavottuð með ISO 9001:2008 gæðastaðlinum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framúrskarandi vörugæði og góða þjónustu við viðskiptavini sína.

Díóðuljós fyrir auglýsingaskilti frá SloanLED koma í mörgum útfærslum og litum. Þær hugsaðar til þess að lýsa upp auglýsingaskilti, ljósakassa, upplýsta og útfræsta stafi. Eiginleikar þeirra eru fjölþættir með tilliti til ljósdreifingar, hönnunar og lita. Díóðuljós gefa mjög mikið ljósmagn en orkunotkun þeirra er margfalt minni en hjá hefðbundnum ljósum.

Lituðu ljósin frá SloanLED koma í nokkrum útfærslum. ColorLINE ljósastangir sem líkja eftir gamaldags Neonlýsingu, FlexiBRITE sem líkja einnig eftir gamaldags Neonlýsingu en koma í siliconhulsum sem gerir ljósin einstaklega sveigjanleg og í þriðja lagi LEDStripe sem eru stærri ljósastangir en ColorLINE og FlexiBRITE. Þessar línur eru allar úr mjög endingargóðum acryl- og siliconefnum með UV vörn. Díóðulýsingin gerir þessi ljós mjög hagkvæm í rekstri en orkunotkun díóðuljósa er eingöngu brot af orkunotkun hefðbundinna ljósa.

Lituðu ljósin frá SloanLED koma í nokkrum útfærslum. ColorLINE ljósastangir sem líkja eftir gamaldags Neonlýsingu, FlexiBRITE sem líkja einnig eftir gamaldags Neonlýsingu en koma í siliconhulsum sem gerir ljósin einstaklega sveigjanleg og í þriðja lagi LEDStripe sem eru stærri ljósastangir en ColorLINE og FlexiBRITE. Þessar línur eru allar úr mjög endingargóðum acryl- og siliconefnum með UV vörn. Díóðulýsingin gerir þessi ljós mjög hagkvæm í rekstri en orkunotkun díóðuljósa er eingöngu brot af orkunotkun hefðbundinna ljósa.