Tæki, blek og hugbúnaður

Stórformatsprentarar í miklu úrvali frá MIMAKI og FUJI. Sölumenn veita nánari upplýsingar.

MIMAKI
Tækin frá japanska framleiðandanum Mimaki eru íslensku skiltagerðafólki að góðu kunn. Allt frá upphafi stafrænnar tækni hefur Mimaki hannað og framleitt tæki fyrir iðnað. Fyrst skurðartæki á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar á japanskan markað. Í kjölfarið framleiðsla á stafrænum prenturum og hefur Mimaki verið leiðandi á því sviði og í stöðugri þróun. Í dag státar Mimaki af mjög breiðri línu stafrænna skurðartækja, prentara og fræsara. Framleiðslulínan spannar mjög breitt svið, frá smæstu tækjum til risavaxinna fjöldaframleiðslutækja. Öllum Mimaki prenturum fylgir RasterLink Pro rip hugbúnaður sem einnig er framleiddur af Mimaki.

FUJI
Fujifilm býður fjölbreytt úrval af hágæða prenturum og tækjum m.a. fyrir skiltagerðir og prentsmiðjur. Fujifilm er rótgróið fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á framúrskarandi gæði, áreiðanleika og góða þjónustu. Fyrirtækið byrjaði að framleiða filmur í myndavélar árið 1934 og hefur vaxið mikið síðan þá. Fyrirtækið hefur þróast inná nýja markaði og býður í dag mjög fjölbreytt vöruúrval. Það er stefna Fuji að bjóða ávallt hágæða vörur byggða á nýjustu tækni og hugviti og veita jafnframt viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Rannsóknir og vöruþróun skipa stóran sess í starfsemi Fuji og er það í takt við stefnu fyrirtækisins að bjóða ávallt hágæða vörur byggða á nýjustu tækni. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni og hefur náð eftirtektarverðum árangri í að minnka notkun skaðlegra efna í prentun án þess að það komi niður á gæðum eða endingu prentverksins.

Tækin frá japanska framleiðandanum Mimaki eru íslensku skiltagerðafólki að góðu kunn.  Allt frá upphafi stafrænnar tækni hefur Mimaki hannað og framleitt tæki fyrir iðnað.  Fyrst skurðartæki á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar á japanskan markað.  Í kjölfarið framleiðsla á stafrænum prenturum og hefur Mimaki verið leiðandi á því sviði og í stöðugri þróun.  Í dag státar Mimaki af mjög breiðri línu stafrænna skurðartækja, prentara og fræsara.  Framleiðslulínan spannar mjög breitt svið, frá smæstu tækjum til risavaxinna fjöldaframleiðslutækja.  Öllum Mimaki skurðartækjum fylgir FineCut hugbúnaður sem einnig er framleiddur af Mimaki. Sölumenn veita nánari upplýsingar.

Fjölbreytt úrval af plöstunarvélum frá SEAL og Dataplot. Sölumenn veita nánari upplýsingar.

SEAL
SEAL er yfir 30 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig á sviði plöstunar og framleiðslu á hágæða plöstunarvélum. Vélarnar frá SEAL eru háþróaðar og margreyndar af sérfræðingum fyrirtækisins sem hafa áralanga reynslu og þekkingu á greininni. SEAL leggur sig fram við að þróa vélarnar sínar þannig að þær mæti þörfum notenda sem allra best, bæði hvað varðar gæði plöstunnar og vinnuumhverfi notenda. Fyrirtækið býður mjög breiða línu af vélum þannig að flest fyrirtæki ættu að geta fundið vél sem hentar þeirra þörfum.

Emblem
Þýska fyrirtækið Dataplot framleiðir tvær gerðir af plöstunarvélum. Vélarnar eru vandaðar og hannaðar með þarfir skiltagerða í huga.

Það eru til margar mismunandi tegundir af prentarableki, fyrir mismunandi prenthausa og ólíkar þarfir notanda. Mikilvægt er að nota rétta tegund af bleki fyrir hvern og einn prenthaus, hausarnir eru viðkvæmir og skemmast ef það er sett vitlaus tegund af bleki á prentarann. Prentaraframleiðendur selja blek undir sínu vörumerki og mælum við alltaf með því að það sé notað. Við seljum blek frá MIMAKI og FUJI.

Kjósi notendur að nota blek frá þriðja aðila þá þarf að vanda valið mjög vel. Við bjóðum uppá blek frá INKTEC en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á prentarableki og býður uppá fjölbreytt úrval af bleki í flestar gerðir prentara og véla. INKTEC hefur lagt áherslu á að samræma framleiðsluna sína þannig að notendur geti fengið rétt blek fyrir þann prentara sem þeir eru með. Í vöruskrá þeirra er hægt að finna prentara frá helstu framleiðendum og hvaða blek passar hverjum og einum. Sölumenn veita nánari upplýsingar.